29.04.2018 20:03

Lokahóf SKÍS

Á lokahófi SKÍS voru veittar viðurkenningar og skíðamaður SKÍS 2018 kynntur til leiks. Að þessu sinni eru þær stöllur Jóhanna Lilja og Rósey báðar skíðamenn ársins. Þær hafa náð mjög góðum árangri og skipst á að koma heim með gull af mótum. Það var ekki hægt að gera upp á milli þeirra og þær deila því titlinum í ár.
Konráð fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar en hann náði mjög góðum árangri á Andrés og hampaði 2. sæti í stórsvigi í 11 ára flokki.
Viðurkenningu fyrir bestu ástundun fór til Trausta en hann hefur verið mjög ötull við að aðstoða í fjallinu, við brautarlagningu og verið góð fyrirmynd fyrir yngri iðkenndur.
Þá fékk allur hópurinn hennar Unnar viðurkenningaskjöl fyrir veturinn.
SKÍS hélt uppteknum hætti og veitti þakkar verðlaun til einstaklinga sem hafa aðstoðað okkur í gegnum tíðina. Að þessu sinni fór viðurkenningin, skíða-amma SKÍS 2018, til Erlu Salómonsdóttur en hún hefur verið boðin og búin að aðstoða okkur við ýmsa hluti í gegnum árin og nú í ár hefur hún aðstoðað okkur við öll mót í Stafdal auk þess að mæta með okkur á Andrés.
Einnig var Ólu Lomm þakkað fyrir hennar framlag í ár, bæði Andrésarnesti sem og matur fyrir páska og mót, en hún er einmitt sú fyrsta sem fékk þessa viðurkenningu, Skíða-amma SKÍS
Mynd frá Katrín Einarsdóttir.
clockhere
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 281
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 1070115
Samtals gestir: 227370
Tölur uppfærðar: 14.11.2018 02:45:48