Velkomin í Stafdal

Milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða

Aðstaðan okkar

Stafdalur er við þjóðveg nr. 93 milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða.

Á svæðinu eru 3 skíðalyftur og aðstaða fyrir alls konar skíðafólk.

Byrjendalyftan er kaðallyfta sem er um 100 metra löng og aðeins opin um helgar og hátíðardögum.

Neðri lyfta er diskalyfta um 900 metra löng og hefur 190 metra hæðarmismun.

Efri lyfta er diskalyfta um 700 metra löng og hefur 160 metra hæðarmismun.

Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli fyrir alla gesti.

Stafdalur hefur mjög skemmtilega gönguskíðabraut sem er um 5 km og er hún ávallt troðin þegar tími vinnst til.

Starfsmenn

 • Dagfinnur

 • Hreinn

 • Netpóstur

  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Gjaldskrá í lyftur 2020

Virkir dagar Helgar og frídagar Vetrarkort 5 daga kort
Börn 6-17 ára 600 kr. 1.050 kr. 10.000 kr. 4.200 kr.
Fullorðnir 1.600 kr. 2.800 kr. 15.000 kr. 11.200 kr.
Hjón eða Pör 25.000 kr.
Börn á Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði fá frítt í lyftur

Opnunartími 2020

 • Þriðjudagar 17:00 - 20:00
 • Miðvikudagar 17:00 - 20:00
 • Fimmtudagar 17:00 - 20:00
 • Föstudagar 17:00 - 20:00
 • Laugardagar 11:00 - 16:00
 • Sunnudagar 10:00 - 16:00

Gjaldskrá í skíðaleigu 2020

Börn 3-17 ára Fullorðnir
Skíða / brettapakki 3.000 kr. 4.000 kr.
Skíði / bretti 2.000 kr. 3.000 kr.
Skór 1.500 kr 2.000 kr.
Stafir 700 kr 900 kr.
Skíða og brettaleigan er með nýlegan búnað sem er vel til haldið

Önnur þjónusta

Viðskiptavinum skíðasvæðisins er velkomið að koma í skíðaleiguna með skíði í smurningu og brýnslu.
 • Borið undir skíði 1.000 kr
 • Skíði brýnd 2.000 kr

Yfirlitsmynd

Stafdalsfell

800 m.

Er efsti punkturinn á skíðasvæðinu. Sé farið úr lyftunni hægra megin eru tvær leiðir niður, önnur meðal erfið en hin brattari og erfiðari.

Sé farið úr lyftunni vinstra megin er brautin tiltölulega auðveld sé lengri leiðin farin. Hún er ögn erfiðari sé farið meðfram lyftunni.

Skíðaskálinn

450 m.

Er í eigu sveitafélaganna tveggja Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs.

Skíðafélag svæðisins rekur sjoppu sem selur drykki og léttar veitingar.

Byrjendalyfta

450 m.

Það er frítt í byrjendalyftuna.

Byrjendalyftan er kaðallyfta.

Miðasala

450 m.

Miðasala fer fram við lyftuna.

 • Stafdalsfell

  800 m.

  Er efsti punkturinn á skíðasvæðinu. Sé farið úr lyftunni hægra megin eru tvær leiðir niður, önnur meðal erfið en hin brattari og erfiðari.

  Sé farið úr lyftunni vinstra megin er brautin tiltölulega auðveld sé lengri leiðin farin. Hún er ögn erfiðari sé farið meðfram lyftunni.

 • Skíðaskálinn

  450 m.

  Er í eigu sveitafélaganna tveggja Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs.

  Skíðafélag svæðisins rekur sjoppu sem selur drykki og léttar veitingar.

 • Byrjendalyfta

  450 m.

  Það er frítt í byrjendalyftuna.

  Byrjendalyftan er kaðallyfta.

 • Miðasala

  450 m.

  Miðasala fer fram við lyftuna.

Fjarðarheiðin

Stafdalur - SKÍS