Vetrarkortin komin í sölu

Sala vetrarkorta er hafin í Stafdal. Kortin er hægt að panta með maili á stafdalur(hjá)stafdalur.is 

Verðið er það sama og í fyrra. 

  • Fullorðinskort 18400 kr 
  • Barnakort 8000 kr
  • Hjónakort 29600 kr 

Hægt er að leggja inn á 0176-26-2690 kt 450908-1690 

Svo er hægt að fá gjafabréf í öllum stærðum og gerðum. Sendu okkur línu og við leysum málið.  

UÍA - efst í bikarkeppninni

uiamot2018UÍA er með forystu í bikarstigum hjá stúlkum 12-13 ára. 

Eftir góðan árangur á bikarmóti í Bláfjöllum um síðustu helgi er UÍA með 346 bikarstig, 40 bikarstigum meira en SKRR sem kemur næst. Í þessum flokki á UÍA 3 keppendur þær Jóhönnu Lilju, Rósey og Sóldísi Tinnu og rökuðu þær allar til sín stigum sem skiluðu UÍA í toppsætið eftir helgina. 
Það eru 2 mót eftir sem teljast til bikarstiga, næsta mót er í Stafdal 3-4 mars og svo er unglingameistaramótið á Ísafirði rétt fyrir páska.

  • Alcoa
  • Efla
  • Íslensk Orkuvirkjun
  • Seyðisfjarðakaupstaður
  • Fljótsdalshérað
  • HS Orka