Æfingar

æfingatafla 2020

Yngri hópur
Í þessum hóp eru yngstu æfingakrakkarnir og krakkar sem eru að hefja æfingar á skíðum. Á æfingunum er lögð áhersla á leik og þjálfun í tækniskíðun en einnig er farið í brautir. Allir í hópnum verða að geta bjargað sér í diskalyftunni og brekkunum þar. Lágmarksaldur í hópnum er 6 ár, 1.bekkur í grunnskóla.

Eldri hópur
Hópurinn samanstendur af krökkum sem hafa æft markvisst skíði í minnst 2 ár eða hafa náð færni til að fylgja hópnum eftir. 

Facebook síða iðkenda
Æfingahóparnir eru með sameiginlega Facebook síðu. Hægt er að óska eftir aðgangi og er nafn síðunnar Skíðafélagið í Stafdal – iðkendur. 

Rúta
Rúta fer frá Grunnskólanum á Egilsstöðum á virkum dögum kl. 16.20. Rútan er ekki stór og ef hún fyllist er nauðsynlegt fyrir foreldra að skiptast á að keyra. Reynt verður að miða stærð á rútu við þörf.  

Skráning
Skráningar á æfingar berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Séu óskir hjá iðkendum að mæta á færri æfingar í viku en æfingatafla segir til um þarf að tilkynna æfingadaga við skráningu.  

Athugið að börn eru á skíðum á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Nauðsynlegt er að foreldrar yngri barna og þeirra sem eru að byrja séu á staðnum meðan æfingar fara fram. Skylt er að nota hjálm við æfingar.

  • Alcoa
  • Efla
  • Íslensk Orkuvirkjun
  • Seyðisfjarðakaupstaður
  • Fljótsdalshérað
  • HS Orka
  • KPMG
  • Verkís