Kríla- og Ævintýraskóli

Krílaskóli

Í Krílaskóla eru börn á öllum aldri sem eru að stíga sín fyrstu skref á skíðum. Lágmarksaldur er 3 ár, börn fædd árið 2016. Krílaskólinn fer alfarið fram í barnalyftunni en þar eru lagðar brautir og þrautir til að auka færni barnanna á skíðum. Markmiðið í Krílaskólanum er að koma börnum af stað í skíðamennskunni og kynna fyrir þeim þessa skemmtilegu íþrótt.

Ævintýraskóli
Í Ævintýraskóla eru börn á öllum aldri sem eru orðin nokkuð sjálfbjarga á skíðum og geta bjargað sér sjálf í diskalyftunni og brekkunum. Ævintýraskólinn fer alfarið fram í diskalyftunni. Markmiðið er að allir hafi gaman af skíðamennskunni og verði betri skíðamenn. Í vetrarlok eiga allir að hafa öðlast betri skíðafærni og vera farnir að tileinka sér grunntækni í skíðaíþróttinni. 
Börn geta að sjálfsögðu flust úr Krílaskóla yfir í Ævintýraskóla hafi þau öðlast færni til.

Facebook síða
Báðir skíðaskólarnir eru með sameiginlega Facebook síðu. Hægt er að óska eftir aðgangi og er nafn síðunnar Krílaskóli / Ævintýraskóli.

Æfingatími
Krílaskóli - Sunnudagar 11:00 - 12:00
Ævintýraskóli - Sunnudagar 12:30 - 14:00

Skráning
Skráningar í Kríla- og Ævintýraskóla berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Æfingagjöld
Krílaskóli / Ævintýraskóli 14.000 kr – vetrargjald, lyftugjöld innifalin.
Krílaskóli / Ævintýraskóli 3.000 kr - stakur tími. Frá mánaðarmótum febrúar / mars verður hægt að kaupa staka tíma. 

Athugið að börn eru á skíðum á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Nauðsynlegt er að foreldrar yngri barna og þeirra sem eru að byrja séu á staðnum meðan æfingar fara fram. Skylt er að nota hjálm við æfingar.

  • Alcoa
  • Efla
  • Íslensk Orkuvirkjun
  • Seyðisfjarðakaupstaður
  • Fljótsdalshérað
  • HS Orka
  • KPMG
  • Verkís