Skíðafélagið í Stafdal var stofnað árið 2008 með sameiningu skíðadeilda Hugins og Hattar.
Tilgangur félagsins er að stuðla að eflingu skíðaíþróttarinnar til ánægju, heilsubótar og sem keppnisíþróttar.
Skíðafélagið stendur fyrir skíðaæfingum fyrir grunnskólabörn og heldur að jafnaði 1-2 skíðamót á hverju ári fyrir þann aldursflokk. Skíðafélagið starfrækir kríla- og ævintýraskóla fyrir byrjendur frá 3 ára aldri. Jafnframt stendur skíðafélagið stendur reglulega fyrir öðrum viðburðum til eflingar skíðaíþróttarinnar svo sem fullorðinsnámskeiðum fyrir byrjendur á svigskíðum, brettanámskeiðum og gönguskíðanámskeiðum.
Æfingasvæði félagsins er í Stafdal. Skíðafélagið hefur rekið skíðasvæðið í Stafdal frá árinu 2012 með stuðningi frá sveitarfélögunum
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
+354 842-4365
Yngri hópur
Í þessum hóp eru yngstu æfingakrakkarnir og krakkar sem eru að hefja æfingar á skíðum. Á æfingunum er lögð áhersla á leik og þjálfun í tækniskíðun en einnig er farið í brautir. Allir í hópnum verða að geta bjargað sér í diskalyftunni og brekkunum þar. Lágmarksaldur í hópnum er 6 ár, 1.bekkur í grunnskóla.
Miðhópur
Miðhópurinn samanstendur af krökkum sem eru komin með meiri getu en iðkendur í yngsta hópnum.
Eldri hópur
Hópurinn samanstendur af krökkum sem hafa æft markvisst skíði í minnst 2 ár eða hafa náð færni til að fylgja hópnum eftir.
Facebook síða iðkenda
Æfingahóparnir eru með sameiginlega Facebook síðu. Hægt er að óska eftir aðgangi og er nafn síðunnar Skíðafélagið í Stafdal, skíða- og brettaiðkendur.
Brettaæfingar
Brettaæfingar eru fyrir alla áhugasama í 1. - 10. bekk. Fyrst um sinn verða æfingarnar fyrir þá sem eru komnir áleiðis af stað í sinni brettamennsku en byrjendum verður hleypt inn í hollum.
Rúta
Í febrúar, mars og apríl fer rúta frá Egilsstaðaskóla á virkum dögum kl. 16.20. Athugið að það er ekki rúta í janúar. Rútan er ekki stór og ef hún fyllist er nauðsynlegt fyrir foreldra að skiptast á að keyra. Reynt verður að miða stærð á rútu við þörf.
Skráning
Allar skráningar berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Séu óskir hjá iðkendum að mæta á færri skíða- og brettaæfingar í viku en æfingatafla segir til um þarf að tilkynna æfingafjöldavið skráningu.
Athugið að börn eru á skíðum á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Nauðsynlegt er að foreldrar yngri barna og þeirra sem eru að byrja séu á staðnum meðan æfingar fara fram. Skylt er að nota hjálm við æfingar.
Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Sunnudagur | |
---|---|---|---|---|
Yngri hópur | 17:00 - 19:00 | 17:00 - 19:00 | 10:00 - 12:00 | |
miðhópur | 17:00 - 19:00 | 17:00 - 19:00 | 17:00 - 19:00 | 10:00 - 12:00 |
Eldri hópur | 17:00 - 19:00 | 17:00 - 19:00 | 17:00 - 19:00 | 10:00 - 12:00 |
Brettaæfingar | 17:00 - 19:00 | 17:00 - 19:00 | 17:00 - 19:00 |
Krílaskóli
Í Krílaskóla eru börn á öllum aldri sem eru að stíga sín fyrstu skref á skíðum. Lágmarksaldur er 3 ár, börn fædd árið 2016. Krílaskólinn fer alfarið fram í barnalyftunni en þar eru lagðar brautir og þrautir til að auka færni barnanna á skíðum. Markmiðið í Krílaskólanum er að koma börnum af stað í skíðamennskunni og kynna fyrir þeim þessa skemmtilegu íþrótt.
Ævintýraskóli
Í Ævintýraskóla eru börn á öllum aldri sem eru orðin nokkuð sjálfbjarga á skíðum og geta bjargað sér sjálf í diskalyftunni og brekkunum. Ævintýraskólinn fer alfarið fram í diskalyftunni. Markmiðið er að allir hafi gaman af skíðamennskunni og verði betri skíðamenn. Í vetrarlok eiga allir að hafa öðlast betri skíðafærni og vera farnir að tileinka sér grunntækni í skíðaíþróttinni. Börn geta að sjálfsögðu flust úr Krílaskóla yfir í Ævintýraskóla hafi þau öðlast færni til.
Facebook síða Kríla- og ævintýraskóla
Báðir skíðaskólarnir eru með sameiginlega Facebook síðu. Hægt er að óska eftir aðgangi og er nafn síðunnar Skíðafélagið í Stafdal, Kríla- og ævintýraskóli.
Skráning
Rúta fer frá Grunnskólanum á Egilsstöðum á virkum dögum kl. 16.20. Rútan er ekki stór og ef hún fyllist er nauðsynlegt fyrir foreldra að skiptast á að keyra. Reynt verður að miða stærð á rútu við þörf.
Athugið að börn eru á skíðum á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Nauðsynlegt er að foreldrar yngri barna og þeirra sem eru að byrja séu á staðnum meðan æfingar fara fram. Skylt er að nota hjálm við æfingar.
Sunnudagur | |
---|---|
Krílaskólinn hópur 1 | 10:30 - 11:30 |
Krílaskólinn hópur 2 | 11:30 - 12:30 |
Ævintýraskólinn | 12:30 - 14:00 |