07.12.2016 15:54

Sala á vetrarkortum hafin

Vakin er athygli á því að sala á vetrarkortum er nú hafin og fer salan á kortunum fram í gegnum stafdalur@stafdalur.is. Fram að 11. janúar verða kortin á sérstöku tilboði.

07.12.2016 15:41

Embla Rán á Topolino

Það er okkur hjá Skíðafélaginu í Stafdal sönn ánægja að tilkynna að við eigum efnilegan keppanda úr hópi þeirra tíu einstaklinga sem Skíðasamband Íslands sendir til keppni á Topolino mótið á Ítalíu. En það er Embla Rán Baldursdóttir og óskum við henni hjartanlega til hamingju! Til gamans má geta þess að frændi hennar, Andri Gunnar Axelsson úr SFF var einnig valin til þátttöku.

http://www.ski.is/is/um-ski/frettir/val-a-topolino-2017

20.10.2016 21:54

Rekstrarstjóri

Agnar Sverrisson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Stafdal. 

Agnar er öllum hnútum kunnugur á svæðinu, en hann rak skíðasvæðið um þriggja ár skeið frá 2011 til 2014.

Stjórn SKIS bíður Agnar velkominn til starfa á svæðinu og nú má sko byrja að snjóa!! 

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 110
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 823669
Samtals gestir: 173287
Tölur uppfærðar: 11.12.2016 00:01:52