17.01.2018 23:45

Skíðanámskeið fyrir 12 - 99 ára

Föstudaginn 26. janúar og laugardaginn 27. janúar verður boðið upp á skíðanámskeið fyrir 12 – 99 ára.

Námskeiðið er ætlað börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref á skíðum og þeim sem eru komin lengra í ferlinu. Eins er námskeiðið ætlað fullorðnum byrjendum.

 

Námskeiðið kostar 6000 kr. og er lyftukort innifalið í verðinu þessa tvo daga.

 

Skráning fer fram í gegnum namskeid@stafdalur.is 

 

Til að auðvelda allt skipulag þarf að gefa upplýsingar um færni viðkomandi við skráningu.  

 

·      Föstudagurinn 26. janúar frá kl. 17 - 19

·      Laugardagurinn 27. janúar frá kl. 13 - 15

 

14.01.2018 08:25

Sunnudagur 14-01-18

Stafdalur kl 08:25 
Hér er strekkings vindur þegar þetta er skrifað og á mörkum þess að hægt verði að opna. Verður spár gera hinsvegar ráð fyrir að heldur muni lægja og við vonum að það gangi eftir. Ég var að troða niður blautan snjó en það er að kólna og færið verður væntanlega dálítið hart. 

03.01.2018 08:01

Æfing og rúta

Það er æfing í dag miðvikudag kl 17-19 hjá Hafþóri.

Rúta fer frá íþróttahúsinu kl 16.20.

Framvegis verður rúta þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á þessum tímum. 

30.12.2017 16:00

30-12-2017

Takk fyrir frábæran dag í Stafdalnum sjáumst hress á nýju ári. opnun næst 02-01-2018 ef veður leyfir. 
Minnum á vetrarkorta tilboð til áramóta. 

Gleðilegt ár 

27.12.2017 19:44

Skíðaæfing fimmtudaginn 28. desember

Stefnum á skíðaæfingu fyrir hóp A & B frá kl. 14 - 16 fimmtudaginn 28. des ef veður leyfir. Biðjum alla um að fylgjast vel með opnun. 

 

Skíðaæfingar og annað sem snýr að iðkendum verður almennt bara auglýst á lokaðri Facebook-síðu sem heitir Skíðafélagið í Stafdal - iðkendur. Því biðjum við alla um að finna þá síðu. Um leið og æfingatafla tekur gildi verða æfingar á þeim dögum sem taflan segir til um og þær æfingar eru ekki auglýstar sérstaklega. Ef bæta þarf upp æfingar eða eitthvað sérstakt er í gangi að þá verður eins og áður sagði allt sett inn á lokuðu FB síðuna. 

20.12.2017 15:14

Opnun um jól og áramót.

Opnun Í Stafdal um jól og áramót ef veður leyfir


23 des opið 11-16 
26 des opið 11-16 
27 des opið 17-20 
28. og 29. des 14-20
30 des opið 11-16 
31 des lokað 
01 jan lokað 
02 jan opið17-20 

Því miður er ég ekki bjartsýnn á frekari opnun fyrr en á Þorláksmessu miðað við aðstæður hér og veðurspár. 

19.12.2017 20:50

Skíðaæfingar að hefjast

Foreldrar eru hvattir til að skrá börn sín á skíðaæfingar á namskeid@stafdalur.is

Fyrir nýja iðkenndur þarf að senda upplýsingar um nafn barns og foreldri ásamt kennitölum beggja og síma.

 

Kríla- og ævintýraskóli hefst 14.janúar. 

Skráning í Kríla- og Ævintýraskóla fer fram á namskeid@stafdalur.is

 

Upplýsingar um æfingar, kríla- og ævintýraskóla má fá undir flipanum æfingar hér á heimasíðunni.

14.12.2017 15:24

Opnun des 2017

Loksins loksins. 

Gerum ráð fyrir að opna á lagardaginn 16 desember 2017. 
ALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐIALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐI ALLIR Á SKÍÐI. 
Vetrarkortin á tilboði til áramóta. SPECIAL PRICE FOR YOU MY FREND.

04.12.2017 21:19

Vetrarkort

Vetrarkortin komin í sölu
Vetrarkortin er hægt að kaupa með því að millifæra á reikning 0176-26-2690 kt 450908-1690 
og senda kvittun ásamt upplýsingum um hvaða nafn/nöfn á að setja á kortin á netfangið stafdalur@stafdalur.is  Kortin verða svo klár í Stafdal þegar þú mætir á skíði. Upplýsingar um verð er að finna undir flipanum Skíðasvæðið hér að ofan. Einnig er hægt að kaupa ýmis konar gjafabréf.

03.12.2017 09:59

Skíðamarkaður

Skíðamarkaður verður haldinn í sláturhúsinu laugardaginn 9. desember.

Tekið verður á móti búnaði á milli kl 10 og 11 en markaðurinn verður milli kl 12 og 14. 

Það má koma með allt sem gengur í snjónum skíði, gönguskíði, bretti, sleða, skó, fatnað, hjálma og svo frv. 

Foreldrar og iðkenndur í skíðafélaginu munu taka á móti búnaði og verða til aðstoðar við væntanlega kaupendur.

 

Sjáumst hress.   

30.11.2017 22:46

Vetrarkort handa öllum nemendum 1. & 2. bekkjar

Í desember / janúar munu allir nemendur 1. & 2. bekkjar á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði fá vetrarkort að gjöf frá Skíðafélaginu í Stafdal. Er þetta annað árið í röð sem félagið gefur börnum á svæðinu kort. Líkt og í fyrra mun Héraðsprent sjá um hönnun og prentun kortanna. Þrátt fyrir snjóléttan vetur í fyrra gafst þetta vel og er von okkar að svo verði aftur. 

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 544
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 947244
Samtals gestir: 203463
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 06:39:29