23.03.2017 15:46

Aukaæfing föstudag

Það er boðið upp á aukaæfingu fyrir 10 ára og eldri á morgun föstudag kl:17.00-19.00 ef það verður opið. 

Svig og tækniæfingar. 

Sjáumst hress og kát, kv Sigga

Einnig verður æfing fyrir 6-9 ára ef verður opið og ætlar Bjartmar að sjá um hana

21.03.2017 22:17

Svig

Svig á morgun miðvikudag. 

21.03.2017 13:43

Æfing

stórsvig í dag 

21.03.2017 13:06

Helgar vinna

Vantar þig eitthvað að gera um helgar ? 
Í Stafdal vantar okkur fólk í vinnu um helgar við lyfturvörslu miðasölu ofl. Í boði er að vinn eina helgi í mánuði eða aðra hverja helgi allt eftir hentugleika hvers og eins. Starfið henta báðum kynjum og fólki á öllum aldri ofan 18 ára.
Upplýsinga um starfið veitir 
Agnar í síma 8982798 eða í Stafdalnum. 
p.s. Gott fyrir þá sem eru hættir að vinna vegna aldurs og langar að komast út á meðal fólks.  

20.03.2017 19:02

Fjarðaálsmót 2017

Við viljum þakka öllum sem mættu á Fjarðaálsmótið um helgina. Keppendum, foreldrum og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg til að láta mótið ganga.

Úrslit úr Fjarðaálsmótinu eru komin inn á síðuna undir "Mót og Úrslit"

19.03.2017 07:10

Fjarðaálsmót - sunnudagur

Góðann daginn.


Yngri byrja keppni í dag. Brautarskoðun klukkan 10.

Munið sólgleraugun emoticon

18.03.2017 07:01

Fjarðaálsmót - Laugardagur

Daginn

Mótið hefst samkvæmt auglýstri dagskrá. Það verður kalt í Stafdal í dag.

Sjáum ykku vonandi sem flest.

17.03.2017 22:32

Fjarðaálsmót 2017

Fjarðaálsmót 2017:

 
Ráslistar fyrir stórsvig á morgun eru tilbúnir:
 
 
 
svo hefur gleymst að taka fram að eftir pizzu í Skaftfelli verður stórglæsileg bíósýning í bíósalnum í Herðubreið.  Þar verður við sýningarvélarnar enginn annar en heimamaðurinn Baldur Lomm og mun hann draga fram allt það besta af harða disknum. Þulur verður Guðrún Valdís og mun hún einnig sjá um skemmtiatriði í hléi  Sjoppa verður ekki opin svo poppsvangir verða að taka með sér að heiman.
greiða þarf fyrir pizzu í sjoppu Stafdal og fá mar miða sem afhentur er svo í Skaftfelli
 

16.03.2017 09:35

Preppkvöld föstudag

Preppkvöld föstudag eftir kl 20 í bílskur við Tjarnarlönd 14 Egs.  hjá Jóni og Katrínu.  Búnaður og áburður félagsins á staðnum og einhverjir til aðstoðar þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor. 

 

15.03.2017 15:51

Fjarðaálsmót 2017

Fjarðaálsmótið verður haldið í Stafdal dagana 18.-19.mars næstkomandi.
 
Verður boðið upp á dagskrá og gistingu á Seyðisfirði á laugardeginum eftir mót.
 
Sjá nánar um fyrirkomulag og skráningu hér
 
Skráning í pizzuveislu á Seyðisfirði og gistingu fer fram hér í athugasemdum. 

15.03.2017 12:57

Æfing

svig í dag 

15.03.2017 07:16

Ótitlað

Góðan dag. 
Í dag 15-03-2017 bjóðum við Seyðisfjarðar skóla velkomin til okkar á skíði og bretti og þotur og sleða og allt. 

14.03.2017 13:06

Æfing

svig i dag 

14.03.2017 07:23

Þriðjudagur 14-03-2017

Vegna óhagstæðra veður skilyrða er skíðaferð Seyðisfjarar skóla frestað til morguns 15-03-2017
Sjáumst hress í blíðunni á morgunn. 
clockhere
Flettingar í dag: 411
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 564
Gestir í gær: 137
Samtals flettingar: 867440
Samtals gestir: 184781
Tölur uppfærðar: 24.3.2017 15:12:38