29.04.2018 20:03

Lokahóf SKÍS

Á lokahófi SKÍS voru veittar viðurkenningar og skíðamaður SKÍS 2018 kynntur til leiks. Að þessu sinni eru þær stöllur Jóhanna Lilja og Rósey báðar skíðamenn ársins. Þær hafa náð mjög góðum árangri og skipst á að koma heim með gull af mótum. Það var ekki hægt að gera upp á milli þeirra og þær deila því titlinum í ár.
Konráð fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar en hann náði mjög góðum árangri á Andrés og hampaði 2. sæti í stórsvigi í 11 ára flokki.
Viðurkenningu fyrir bestu ástundun fór til Trausta en hann hefur verið mjög ötull við að aðstoða í fjallinu, við brautarlagningu og verið góð fyrirmynd fyrir yngri iðkenndur.
Þá fékk allur hópurinn hennar Unnar viðurkenningaskjöl fyrir veturinn.
SKÍS hélt uppteknum hætti og veitti þakkar verðlaun til einstaklinga sem hafa aðstoðað okkur í gegnum tíðina. Að þessu sinni fór viðurkenningin, skíða-amma SKÍS 2018, til Erlu Salómonsdóttur en hún hefur verið boðin og búin að aðstoða okkur við ýmsa hluti í gegnum árin og nú í ár hefur hún aðstoðað okkur við öll mót í Stafdal auk þess að mæta með okkur á Andrés.
Einnig var Ólu Lomm þakkað fyrir hennar framlag í ár, bæði Andrésarnesti sem og matur fyrir páska og mót, en hún er einmitt sú fyrsta sem fékk þessa viðurkenningu, Skíða-amma SKÍS
Mynd frá Katrín Einarsdóttir.

22.04.2018 20:22

AÐALFUNDUR OG LOKAHÓF

AÐALFUNDUR OG LOKAHÓF

Aðalfundur SKIS sunnudaginn 29. apríl kl 12:30 í Skíðaskálanum í Stafdal
Dagskrá aðalfundar:
1) Fundarsetning, formaður.
2) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3) Skýrsla stjórnar.
4) Reikningar félagsins lagðir fram til staðfestingar.
5) Lagabreytingar.
6) Kosning stjórnar og endurskoðenda
7) Kosning nefnda (sjoppunefnd, mótanefnd)
?? Önnur mál.

Á meðan að á aðalfundi stendur verður leikjadagskrá fyrir krakkana í fjallinu.

Að loknum fundi hefst lokahóf. Veittar verða viðurkenningar fyrir þátttöku í kríla- og ævintýraskóla.
Að auki verða veittar viðurkenningar í æfingahópum.

Fyrir aðalfund verður boðið upp á gúllassúpu, pylsur og grillaðar samlokur að hætti SKIS.

18.04.2018 10:47

Opnun út apríl

Góðan daginn
Í Stafdalnum verður opið frá 11-16 á sumardaginn fyrsta. Svo er stefnt á venjulega opnun þ.e. virka daga 17-20 og helgar 11-16 út apríl. ef einhverjar breytingar verða þar á verða þær auglýstar nánar.

15.04.2018 21:43

Austurlandsmót 2018 - Úrslit

Úrslit frá Austurlandsmóti 2018 má finna inn á síðunni undir "Mót og Úrslit"

Takk allir fyrir flottan dag!!


14.04.2018 13:03

Austurlandsmót 2018 - breytt dagskrá

Breytta dagskrá á Austurlandsmóti 2018 má sjá hér.

ATH búið er að fella samhliðasvigið út af dagskrá.

14.04.2018 10:51

Austurlandsmót 2018

Austurlandsmóti frestað í dag, laugardag.
Brautarskoðun 10ara og eldri kl 8:30 á morgun. Aðrar breytingar á dagskrá koma inn í hádeginu.

14.04.2018 06:50

Austurlands mót

Austurlandsmót
10 ára og eldri frestað til sunnudags v. veðurs. Ætlum aðeins að sjá til með yngri og gefum það út kl 11:00
Kv Mótanefnd Skis

11.04.2018 22:25

Austurlandsmót 2018

Austurlandsmót 2018 í alpagreinum verður haldið í Stafdal 14-15 apríl n.k

Keppt verður í öllum aldursflokkum í svigi og stórsvigi.

Einnig verður keppt í samhliðasvigi á sunnudag þar sem keppt verður með útsláttarfyrirkomulagi. Veitt verður forgjöf eftir aldri. Flott að mæta með kúabjölluna í fjallið og hvetja!!

Dagskrá má nálgast hér
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 244
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 260
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 1026328
Samtals gestir: 219083
Tölur uppfærðar: 27.5.2018 11:07:53